140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:27]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi einmitt benda á þessi tvö sveitarfélög vegna þess að þetta eru ein af þeim litlu sveitarfélögum sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Þessi sveitarfélög sjá fram á að verði þessi frumvörp að veruleika muni höggin í þeirra raðir ekki verða tekin til baka.

Fyrst hæstv. forsætisráðherra er nú kominn í salinn langar mig að beina spurningu til hennar: Hvar eru efndirnar um öll störfin sem áttu að koma í Þingeyjarsýslum, hin stórfellda atvinnuuppbygging sem hér hefur verið lofað ítrekað? Ég mundi gjarnan vilja heyra frá hæstv. forsætisráðherra hvenær Þingeyingar geta búið sig undir þá stórfelldu atvinnuuppbyggingu vegna þess að mér skilst á þeim að þeir séu tilbúnir, þeir bíði bara.