140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:29]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kom áðan inn á ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við þá viðurkenningu sem hann vakti athygli á í andsvari sínu, hún fjallaði um það að stjórnmálamenn minntust ábyrgðar sinnar í verkum sínum. Mér hefur orðið hugsað til þess í sambandi við þetta mál og mörg önnur, hver í stjórnarmeirihlutanum vilji í raun og veru bera ábyrgð á þessu. Ekki koma þingmennirnir hingað upp til að ræða málið, styðja það og hvetja menn til að samþykkja það. Ekki virðast þeir vilja kannast við neina ábyrgð á því að hafa mælt fyrir málinu eða stutt það. Hvar er hin pólitíska ábyrgð í þessu máli?

Hv. þm. Höskuldur Þórhallsson minntist á hagsmuni landsbyggðarinnar og að ég væri þingmaður þéttbýliskjördæmis, Suðvesturkjördæmis. En ég þekki hagsmuni landsbyggðarinnar (Forseti hringir.) vel. Í þessu máli er mikilvægt að allir landsmenn geri sér grein fyrir því að hagsmunir okkar allra (Forseti hringir.) fara saman. (Forseti hringir.) Hagsmunir allrar þjóðarinnar liggja undir. Það er ekkert öðruvísi. Við verðum að standa þétt saman gegn þeim byltingaröflum sem hér (Forseti hringir.) leggja á ráðin.