140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:36]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það dylst engum sem starfar í þinginu að hv. þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, hefur að nokkru leyti orðið undir í þessu máli. Ég minni á að hún fór á sínum tíma fyrir þessum málaflokki, en það hefur eitthvað breyst.

Mig langar að spyrja þingmanninn: Er hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir svo lærdómsfús að hún sé farin að beita hér töktum flokkssystur sinnar, hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, að vera með hótanir? Í ræðu sinni í dag sagði hv. þingmaður að ríkisstjórnin ætti að draga þessi frumvörp til baka og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er bein hótun um þingkosningar. Hvað segir þingmaðurinn um það í ljósi þess hvernig atvinnuveganefnd er samansett?