140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:19]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru auðvitað hárréttar ábendingar hjá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur. Það rennur allt að sama marki. Allar umsagnir, sama úr hvaða átt þær koma, leggja áherslu á að þessi mál gangi ekki upp, að þessir útreikningar séu ekki bara rangir heldur þótt miðað sé við rétta útreikninga og það sem er samkvæmt laganna hljóðan gangi þeir ekki upp og slátri atvinnugreininni.

Nei, hæstv. ríkisstjórn tekur ekki mark á því, hana varðar ekkert um það. Sá sem ræður ferðinni er töfralæknirinn í Afríkuþorpinu, hann ræður ferðinni. (Forseti hringir.) Hann á að ráða yfir Íslandi og stjórna því.