140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:24]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að afleiddu störfin skapa breiddina, þau skapa vírnetið í það hagkerfi sem við byggjum á og skiptir öllu máli. Þau eru eins og þangið á bergflánum sem styrkir bergið sjálft gegn briminu og gefur því styrk sem við getum treyst á án þess að úr molni. Auðvitað vita hv. Vinstri grænir ekki að það er styrkur í þanginu en það er nú samt svo.

Gott dæmi er Reykjavíkurflugvöllur. Það á að henda honum út til þess að braskararnir geti selt dýrar lóðir í Vatnsmýrinni. En Reykjavíkurflugvöllur skapar þúsundir afleiddra starfa í Reykjavík og það er sambærilegt við það á sér stað í sjávarútvegi um allt land. (Forseti hringir.) Þúsundir starfa.