140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:29]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sem betur fer getur hv. þingmaður ekki hugsað fyrir mig og minn metnað. Metnaður minn liggur ekki fyrir sjálfan mig og hefur aldrei borið á því í einu né neinu og ég hef aldrei gert kröfur í þeim efnum um það sem kallað er metnaður og tildurmennska. Í einu og öllu hef ég unnið til árangurs og það er enginn sem getur vefengt það, það er stolt mitt.

Það sem ég sagði um sölumennsku á kvótum er allt satt. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir hlutum og skera á milli og segja að sala á bát sem kvóti fylgir sé ekki líka sala á kvóta. Það þýðir ekki að skera á milli, það er bara ekki raunhæft, það er ekki þannig. (Forseti hringir.) Það þýðir ekkert fyrir hv. þingmann að minnast á að ég sé ekki að berjast fyrir sjómenn.