140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

skattstofn veiðileyfagjalds.

[10:51]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Úr hv. atvinnuveganefnd komu breytingartillögur á veiðileyfagjaldinu og er þar einmitt talað um neikvæða rentu o.s.frv. þannig að komið hefur verið til móts við ýmislegt sem bent hefur verið á í umræðu um veiðileyfagjaldið. Sumir hafa haldið því fram, og meðal annars sú sem hér stendur, að sú málamiðlunartillaga sem nú er til umræðu sem kom frá hv. atvinnuveganefnd stígi stórt skref í átt til hagsmunaaðila, í átt til þeirra sem greiða munu veiðileyfagjaldið. Þar er tekið á ýmsum þeim málum sem hv. þingmaður nefndi í fyrirspurn sinni.