140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:16]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir innlegg hans. Hann sýnir okkur fram á þann boðskap sem hefur komið frá ýmsum aðilum, t.d. í stétt launþega, við því frumvarpi sem var lagt fram og atvinnuveganefndin hefur haft til meðferðar.

Ég held að það hafi komið í ljós í meðferð þessa máls að meiri hluti nefndarinnar hafi brugðist við með því að leggja fram breytingartillögu um að veiðigjaldið verði lækkað umtalsvert frá því frumvarpi sem kom inn í þingið. Ég held að ekki sé ekki hægt að halda öðru fram en að það að fara með veiðigjaldið úr 23 til 25 milljörðum niður í 15 milljarða sé ansi myndarlegt skref niður á við. Það er að mínu mati órækur vitnisburður um að menn eru einmitt að bregðast við þeim röddum sem hafa haft hátt um það að þetta væri of langt gengið.