140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:00]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það vakti athygli mína í ræðu þingmannsins áðan að hann fjallaði um rentu í einstökum tegundum. Því langaði mig að spyrja hv. þingmann sem hefur auk þess að vera þingmaður reynslu úr sjávarútveginum, hvernig hann meti þær hugmyndir sem liggja til grundvallar í „hrunvarpinu“ um að reikna upp rentu á vinnsluna og hvernig það til að mynda spilar inn í rentu á einstökum tegundum. Þær eru auðvitað mjög misverðmætar og fyrirtækin hafa aðgang að mismunandi mörkuðum og þar af leiðandi getur ávinningurinn af einstökum tegundum verið mjög mismikill. Þess vegna langar mig að heyra álit þingmannsins á þeirri aðferðafræði að meta rentu í vinnslu og láta útgerðina (Forseti hringir.) greiða í raun og veru rentuna í vinnslunni.