140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:02]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Hæst. forseti. Þetta er einmitt eitt af þeim atriðum sem við í minni hlutanum í atvinnuveganefnd höfum gagnrýnt hvað harðast og það er einnig gert í mjög mörgum umsögnum og í greinargerð sérfræðinganna var m.a. bent á að þetta væri mjög svo sérkennileg aðferðafræði og matskennd og væri mjög ólíkleg til þess að meta á réttan hátt. Þar var meðal annars bent á fordæmi úr raforkulögunum þar sem farin er allt önnur leið. Sérfræðingarnir bentu á að það gæti einmitt verið skynsamlegri leið að fela sérfræðingum eða einhverri nefnd að meta virði á fisktegundunum þegar þær kæmu inn í vinnsluna til þess að fá út hina raunverulegu rentu og nota þá raunverulegar tölur en ekki matskenndar tölur eins og í þessu frumvarpi.

Því væri áhugavert að heyra álit þingmannsins á því hvort ekki hefði verið skynsamlegra (Forseti hringir.) að fara slíka leið þar sem menn væru með raunverulegar tölur en ekki meðaltalstölur og plattölur, eftir hverjum er síðan lagt á gjald.