140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[15:17]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bregðast við ágætri ræðu hv. þm. Birgis Ármannssonar og spyrja sérstaklega um tvennt.

Við höfum búið við þessi lög í um aldarfjórðung, það er 25 ára afmæli þessa ákvæðis um þjóðareign á nytjastofnunum á næsta ári. Ég þarf ekki að fara með það ákvæði orðrétt fyrir hv. þingmann, hann þekkir það vel. Kapítalistar í landi gera þá kröfu að fá arð af eignum sínum.

Hvernig getur hv. þingmaður varið það fyrir sjálfum sér og okkur að þjóðin hafi fengið smánarlegan hlut af auðlindaarðinum undanfarna áratugi? Ég er að tala um hlutdeild í auðlindaarðinum sem var á bilinu 2% um miðjan síðasta áratug niður í það að vera 0,5% síðasta árið sem Sjálfstæðisflokkurinn var með sjávarútvegsráðuneytið. 99,5% af auðlindaarðinum fiskveiðiárið 2008/2009 urðu eftir hjá útgerðarmönnum, þjóðin fékk 0,5%. Er það verjandi skipting á auðlindaarðinum að mati hv. þingmanns?