140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[15:21]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt það væri styttra á milli aðila í þingsal en svo að menn gera ekki einu sinni tilraun til að segja að það geti verið ásættanleg niðurstaða að þjóðin fái 0,5% af auðlindaarðinum. Og ég er eingöngu að tala um auðlindaarðinn í atvinnugreininni.

Að sjálfsögðu skilar sjávarútvegurinn heilmiklu til þjóðarbúsins eins og aðrar atvinnugreinar og meiru en flestar þeirra en það er auðlindaarðurinn sem er kjarninn í umræddu frumvarpi og vegferðin gengur út á að skipta honum með réttlátari hætti á milli útgerðarinnar og greinarinnar annars vegar og þjóðarinnar hins vegar, því að það er þjóðin sem á þessa auðlind samkvæmt gildandi lögum sem okkur ber að fara eftir.

Ég spyr því aftur: Hvað telst sanngjörn og eðlileg skipting á auðlindaarðinum að mati hv. þingmanns?