140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:22]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir andsvarið. Það er svo sannarlega ekki í anda núverandi hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur að fara fram með mál í friði. Það hefur margoft sýnt sig, eins og þingmaðurinn fór hér yfir. Ófriðurinn er sífellt valinn þótt friður sé líka í boði. Við skulum ekki gleyma því að sátt hafði náðst í málinu á milli allra flokka á Alþingi, hagsmunaaðila og þeirra sem láta sig sjávarútvegsmál varða, en það var of gott til þess að vera satt fyrir hæstv. forsætisráðherra þannig að það þurfti að sprengja þá sátt í loft upp. Það sat hæstv. forsætisráðherra uppi með þegar haldinn var fleiri hundruð manna mótmælafundur úti á Austurvelli til þess að mótmæla þessari vanhæfu ríkisstjórn.

Þar sem þingmaðurinn var ekki búinn að athuga eða skoða málið hvort þetta væru skattar eða gjöld — það nefnilega er líka galli á frumvarpinu að þetta (Forseti hringir.) frumvarp, verði það að lögum, er á nokkurn hátt (Forseti hringir.) afturvirkt. Er hv. þingmaður þá kannski ekki heldur búinn að skoða það?