140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:28]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hvet virðulegan forseta til að hugsa um það sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson nefndi. Ég ætla ekki að ræða það efnislega eða fara yfir það, en ég held að þessi ræða hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar hafi lýst því betur en margt annað hvernig ástandið er núna á hv. Alþingi. Það er alveg ljóst að meðan unnið er með þessum hætti, þá er það ekki gott fyrir íslenska þjóð.