140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:19]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þar sem kominn er nýr forseti í forsetastól ætla ég að freista þess að spyrja hæstv. forseta hvort hann sé betur upplýstur en sá forseti sem sat í forsetastól á undan honum um það hvenær ætlunin sé að slíta þessum fundi í kvöld. Upplýst hefur verið að það eigi að funda í fyrramálið og það eina sem liggur fyrir á þessum tíma er að fundur hefjist kl. 10.30. Við erum ekki að kveinka okkur undan vinnu hér, þvert á móti, en eins og bent var á áðan er sjálfsögð kurteisi að gefa fólki ráðrúm til að gera ráðstafanir vegna þess að engin starfsáætlun er í gildi eins og margoft hefur komið fram og fólk búið að gera ýmsar áætlanir og þarf að breyta þeim. Ef hæstv. forseti (Forseti hringir.) gæti í allri vinsemd upplýst um þetta væri ég ákaflega þakklát.