140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nokkrir hv. stjórnarliðar hafa lýst því að þeir telji að það eigi að vera hægt að ná sátt um þessi mál. Ég er í sjálfu sér alveg sammála því ef þannig væri á málum haldið sem því miður hefur ekki verið raunin við vinnslu þessara frumvarpa. Menn ættu að geta byggt þá sátt að mínu mati, og nú spyr ég hv. þingmann hvort hann sé sammála mér í því mati, á því að hanna það fyrirkomulag til að stjórna fiskveiðum þannig að það hámarki ávinning samfélagsins af þessari auðlind. Þá má líta svo á að duglegir útgerðarmenn og vel reknar útgerðir séu verkfæri samfélagsins í því að hámarka arðsemi sjávarútvegsins.

Er hv. þingmaður sammála (Forseti hringir.) mér um að þessi nálgun ætti að geta legið til grundvallar víðtækri sátt um þetta mál?