140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:45]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Í tilefni af orðum hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar í síðara andsvari vill forseti minna á að í 61. gr. þingskapa stendur: „Þingmaður, sem hefur óskað að taka til máls og fengið leyfi til þess, skal mæla úr ræðustól.“ Hv. þingmenn verða að gefa forseta merki og óska eftir því að taka til máls en það hefur farist fyrir undanfarin kvöld.