140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Einar K. Guðfinnsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var mjög áhugaverð spurning. Ég fór í gegnum það í huga mér hverjar væru sennilega stærstu vörðurnar á leiðinni.

Í fyrsta lagi var stærsta breytingin gerð árið 1990 undir forustu þáverandi vinstri stjórnar þegar hið frjálsa framsal var innleitt. Það var reyndar gert gegn atkvæðum Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Þetta var grundvallarbreyting.

Í öðru lagi komst á upp úr 2000 samkomulag um að innheimta auðlindagjald. Það var gert að frumkvæði þáverandi hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur og hafði þáverandi ríkisstjórn auðvitað forustu um það á sínum tíma. (Forseti hringir.)

Loks vil ég nefna smábátakerfið sem var smám saman þróað og komst í núverandi mynd fyrir um það bil einum áratug.