140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:21]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef fylgst með umræðunni í kvöld og hún er efnisrík, ekki ætla ég að segja annað, en ræður þeirra sem hér hafa talað hafa verið efnismiklar og farið hafa fram miklar umræður. Ég tel ljóst að málið sé langt frá því að verða tæmt og auðvitað er full ástæða til að umræða fari fram. Í salnum eru þingmenn stjórnarflokkanna. Hér er ráðherrann sem flutti málið, hér er að minnsta kosti einn stjórnarþingmaður úr atvinnuveganefnd og formaður atvinnuveganefndar var hérna þangað til fyrir nokkrum mínútum. Ég held að okkur sé ekkert að vanbúnaði að halda áfram nokkra stund enda er umræðan ekki með þeim hætti að neinn sé skaði að. Hér eru haldnar efnisríkar ræður og er full ástæða til þess að við fáum að hlýða á þær og heyra rökin sem menn hafa fram að færa.