140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:30]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. sjávarútvegsráðherra fyrir að vera við þessa umræðu því það rann upp fyrir mér áðan að hæstv. ráðherra mælti ekki fyrir þessum málum á sínum tíma heldur staðgengill ráðherrans þar sem sjávarútvegsráðherra var við skyldustörf erlendis. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Er það rangt? Ég biðst afsökunar á þessu, það var í hinu málinu, mér fannst það hafa verið hið sama. En hvað um það.

Þegar er svona gaman á vinnustaðnum, frú forseti, þá áttar maður sig ekki einu sinni á því þegar maður á afmæli. Það var verið að benda mér á að núna kl. 12 varð ég 44 ára gamall. Það er ekki amalegt að eyða þessari stund með þingmönnum í þinginu og njóta þess að byrja afmælisdaginn við þessar fallegu og góðu ræður. Þetta eru ræður sem maður fær líklega ekki á hverju afmæli sínu. Ég vil gjarnan biðja forseta að taka tillit til þess að nú er ég orðinn gamall maður og þarf að fara að komast heim. [Hlátur í þingsal.]