140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Illuga Gunnarssonar. Málið liggur vitanlega eins og hv. þingmaður lýsti og við það má ef til vill bæta að stjórnarandstaðan ber ekki alveg fullt traust til stjórnarflokkanna að negla málið með þeim hætti að það geti talist til bóta og hlífi þá atvinnuveginum og byggðarlögunum sem hafa gagnrýnt það mjög hart. Það er hins vegar alveg ljóst að til að leysa úr þeirri flækju væri í sjálfu sér mjög einfalt að stjórnarmeirihlutinn settist niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar og ræddi af einhverri alvöru hvaða breytingar væri hægt að gera á því frumvarpi sem við ræðum. Það mætti eflaust liðka eitthvað til.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan, frú forseti, að það væri gott að vita eitthvað um framhaldið.