140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:17]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég heyrði svar hæstv. forseta sem fram kom áðan og var mjög á sömu leið og fyrri svör forseta, þ.e. það fól ekki í sér neinar upplýsingar til okkar þingmanna. Þess vegna verður hæstv. forseti að una því að þingmenn haldi áfram að spyrja því að svör hæstv. forseta hafa því miður ekki gefið með neinum hætti til kynna hvort hér verði fundað til kl. 3, 4, 5, 6 eða þar til næsti þingfundur hefst kl. 10.30 í fyrramálið. Ég hefði haldið að hæstv. forseti hefði haft nokkurn tíma til að íhuga hversu lengi fundur eigi að standa. Og hafi hæstv. forseti íhugað það þá sé ég ekki hvers vegna hæstv. forseti ætti að halda þeim upplýsingum leyndum fyrir öðrum þingmönnum.