140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:51]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að halda mig á sömu slóðum. Ég vil gjarnan inna hv. þingmann eftir því hvort hann geti hjálpað mér að skilja það hvernig margir af þeim sem hafa talað fyrir hag landsbyggðarinnar, og er ég einkum að hugsa til hv. þingmanna Vinstri grænna, geta lagt fram frumvarp eins og þetta sem allir þeir sem veittu umsögn um það bentu á að það væri til þess fallið að gera sjávarútveginn meira og minna gjaldþrota og hefði þessar hörmulegu afleiðingar fyrir byggðirnar víðs vegar um landið. Ég átta mig ekki á því en ég vil kalla eftir því hvort hv. þingmaður getur gefið mér einhverja skýringu á því hvernig í ósköpunum stendur á því að flokkur eins og Vinstri grænir, sem hafa talað mjög fyrir landsbyggðarhagsmunum, geti snúist svona og hv. þingmenn þess flokks sitji þegjandi og hljóðalaust undir þessari umræðu hvað varðar landsbyggðina.