140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

fundarstjórn.

[10:53]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Hluti af þeirri upplausn sem verið hefur í þinginu undanfarnar vikur er vegna þess að sá mikli fjöldi mála sem ríkisstjórnin lagði fram á síðustu stundu var illa undirbúinn, mál komu inn í nefndir áður en vinnu var lokið í ráðuneytum og undirbúningi sem eðlilegur er fyrir framlagningu mála. Það hefur tafið framgang málanna.

Hæstv. sjávarútvegsráðherra segir að minni hlutinn vilji ekki vera minni hluti. Því er nú ekki breytt í stöðunni en það er engin spurning að minni hlutinn á að verja og sækja rétt til þess að unnið sé skynsamlega að málum. Hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú sjálfur langa reynslu í þeim efnum og hefur ekki brugðist á þeirri vakt.

Það skiptir miklu máli að stóru málin fái mikla umræðu (Forseti hringir.) og að það leiði til sátta. Það er engin spurning að það þarf að fresta málinu og láta það bíða (Forseti hringir.) um stund og vinna það áfram.