140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:09]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki verið að skerða hlut sjávarbyggðanna (JónG: Jú.) Nei, (Gripið fram í.) það er verið að færa fjármuni úr einkavösum yfir í almannavasa. (JónG: Rangt.) Samráð um þessi mál (ÁJ: Það er alrangt.) hefur átt sér stað á Íslandi (Gripið fram í: Nei.) á þriðja áratug. (BJJ: Rangt.) Það hefur ekki verið rætt eins mikið um nokkurt mál (Gripið fram í.) og fiskveiðistjórnarkerfið undanfarin 30 ár (Gripið fram í.) eða frá því að þessu kerfi var komið á. (Gripið fram í.) Hver er niðurstaðan? (Gripið fram í.) Niðurstaðan birtist í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri sem gerð hefur verið á undangengnum árum og yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar vill (Gripið fram í.) uppskurð á þessu kerfi og krefst þess að sá uppskurður fari fram.

Núna eru stórkvótaeigendur og fulltrúar þeirra á Alþingi (JónG: Rangt.) hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn nái fram að ganga. (JónG: Hættu þessu.) — Að þjóðarviljinn nái fram að ganga (JónG: Hættu þessu. …) Ég segi: Mál er að linni. (JónG: Hættu þessu.) (Gripið fram í: Og hvað þeir tekið …?) (JónG: Hlustaðu hér á ræðurnar sem eru fluttar.)