140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:28]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Við erum núna í þeirri stöðu að við erum að ræða skatta og hér er eðlilega farið fram á það að hæstv. fjármálaráðherra verði á svæðinu. Öllum þingmönnum Norðausturkjördæmis var boðið á þennan gleðiatburð þegar álfyrirtæki, hvorki meira né minna, er að auka umsvif sín og fjölga störfum. Við hljótum öll að fagna því. Ég held, og veit það, að sérstaklega hv. þingmenn þess kjördæmis vilja vera með sínu fólki í dag.

Virðulegi forseti. Það er ekki orðið við því að hæstv. ráðherra sé þátttakandi í og verði við umræðu sem tengist honum beint og heyrir undir hann, heldur er farið fram á það að hv. þingmenn Norðausturkjördæmis verði hér til þess að hæstv. ráðherra geti farið í kjördæmi þeirra (Forseti hringir.) og fagnað með fólkinu þar. (Forseti hringir.) Þetta er fyrir neðan allar hellur.