140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:30]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er eftirtektarvert að heyra í stjórnarandstöðunni óskapast yfir því að ráðherra iðnaðarmála sé að beiðni heimamanna viðstaddur vígslu nýs hluta álversins á Reyðarfirði. Það er ósköp eðlilegt. Ég vil taka það fram að sami hæstv. ráðherra var viðstaddur umræðuna hér framan af degi og hv. þingmenn gátu þá beint orðum sínum til ráðherrans. Ég tek fram að þingmenn Samfylkingarinnar í hv. atvinnuveganefnd hafa allir með tölu verið viðstaddir þessa umræðu í dag. Það er því hægt að beina orðum sínum til þeirra og annarra ráðherra sem eru hér staddir. Það skal vera alveg á tæru að viðkomandi ráðherra hefur verið hér í dag.

Ég hefði sjálfur haft ánægju af því að komast austur og vera viðstaddur opnun þessa ágæta vinnustaðar (Forseti hringir.) en tók hagsmuni þingsins fram yfir. (Forseti hringir.) Ég nota tækifærið og skila (Forseti hringir.) góðum kveðjum til Austfirðinga og óska þeim til hamingju með daginn.