140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:33]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er vissulega gleðilegt að fram skuli fara atvinnuuppbygging í landinu og það er fullkomlega eðlilegt að ráðherrar iðnaðarmála séu viðstaddir slíka opnun. Það hefði líka verið mjög eðlilegt og æskilegt að þingmenn þess kjördæmis hefðu verið þar líka.

Nú háttar svo til, frú forseti, að við fórum hér fram á það í upphafi þessa þingfundar að hæstv. fjármálaráðherra meðal annarra væri til staðar. Í ræðu minni áðan kom það einmitt skýrt fram að hæstv. innanríkisráðherra gat ekki svarað þeim spurningum sem ég beindi til þeirra tveggja ráðherra. Það hefði hjálpað verulega til við umræðuna hefði hæstv. fjármálaráðherra verið hér. Ég ætla því að fara fram á það við frú forseta að þessum fundi verði slitið og til vara að hér verði gert hlé á fundi á meðan farið verði yfir það með hvaða hætti þessu máli sé skynsamlegast fyrir komið. Það getur ekki verið þannig, frú forseti, að ætlast sé til þess að (Forseti hringir.) þingmenn kjördæmisins séu látnir sitja hér á meðan (Forseti hringir.) ráðherra iðnaðar geti hunsað það í krafti þess (Forseti hringir.) að hún sé framkvæmdarvaldið og sitji því ekki þingfundi þó að við óskum þess.