140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

umhverfisábyrgð.

372. mál
[18:47]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp hæstv. umhverfisráðherra sé nú komið til atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. Frá því var upphaflega gengið úr umhverfisnefnd, sem þá hét, í september á fyrra ári en lenti þá í gíslingu svipaðri þeirri sem mörg mál hafa lent í nú í vor. Þetta er merkilegt mál, evrópskt að uppruna. Með því er leitt í íslensk lög eitt af grunnprinsippum umhverfisréttarins, nefnilega mengunarbótareglan, og ég tel að við eigum öll að fagna því að geta komið þessu máli í höfn.