140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

heiðurslaun listamanna.

719. mál
[19:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Án tillits til þess hvaða ágæta fólk er að hljóta þessi heiðurslaun listamanna í dag og listamannalaun yfirleitt minni ég á að í Sovétríkjunum var ríkisstyrkt list höfð í heiðri. Ég er ekki ánægður með það að ríkið sé farið að styrkja list vegna þess að ég tel að listamenn séu einmitt eða eigi að vera hörðustu gagnrýnendur kerfisins og þess vegna segi ég nei.