140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:47]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni að þær breytingartillögur sem hér eru lagðar til velta á tekjustreymi sem meðal annars er gert ráð fyrir í veiðigjaldafrumvarpinu. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að við óskum eftir því að málið komi til umfjöllunar nefndarinnar og beðið verði átekta með það því forsendur eiga eftir að skýrast betur um hvert tekjustreymið verður. Við viljum auðvitað hafa það nokkuð öruggt í hendi hvað við erum að fara að gera áður en við göngum endanlega frá samgönguáætlun með þeim breytingum sem hér eru lagðar til.