140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:48]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil ekki alveg ferlið, vegna þess að þetta er síðari umræða um þessa tillögu, er það ekki rétt, frú forseti? Er ætlunin að gera hlé á þessari umræðu meðan málið fer aftur í nefnd eða hvernig verður þetta? Bara svo að maður skilji málsmeðferðina.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Er það rétt skilið að ef frumvarpið um veiðigjöld verður ekki samþykkt óbreytt í gegnum þingið verði þessi breytingartillaga dregin til baka?