140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[18:21]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég lofaði sjálfri mér við 2. umr. að ég ætlaði að að koma hingað upp og þakka framsögumanni málsins sérstaklega fyrir alla hans vinnu að þessu máli, hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni. Þetta eru mjög góðar breytingar sem velferðarnefnd hefur gert á málinu og ég vil líka þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir að hafa lagt málið fram og öllum þingmönnum fyrir að standa saman að því að gera nauðsynlegar breytingar til hagsbóta fyrir málið og ekki hvað síst því sem þetta mál snýst náttúrlega um, þ.e. að tryggja það að við gætum sem allra best að börnunum okkar.