140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[12:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Hún fellst sem sagt á að það kynni að hækka vexti að taka upp harða stefnu um neytendavernd í lánveitingum. En þá vil ég spyrja að öðru. Telur hún að leigjandi komist ódýrara frá því að leigja húsnæði en sá sem kaupir sambærilegt húsnæði, eða af hverju ættu menn að leigja eða borga jafnmikið? Kannski er skuldbindingin minni. Hver er kosturinn við það að leigja á móti því að eiga og geta bara selt þegar á þarf að halda?

Síðan vil ég spyrja hv. þingmann um verðtrygginguna. Hún hefur barist mjög gegn verðtryggingu og var formaður nefndar sem átti að koma með tillögur um afnám verðtryggingar. Ég vil spyrja hv. þingmann af hverju í ósköpunum hún leggur ekki fram tillögu um að afnema verðtryggingu hjá Íbúðalánasjóði.