140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:02]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið í umræðu um þetta mál get ég ekki stutt það og mun greiða atkvæði gegn því í þessari atkvæðagreiðslu. Ég tel að jafnvel þótt Vaðlaheiðargöng séu verðugt samgöngubótaverkefni sé um að ræða slíka aðferð við að koma því á, þ.e. ótraustar forsendur sem byggt er á og allt of bjartsýnar áætlanir, að ég hef áhyggjur af þeim ábyrgðum sem geta lent á ríkissjóði vegna þessa. Auk þess legg ég áherslu á að málið hefur verið slitið úr samhengi samgönguáætlunar, slitið úr samhengi við önnur samgönguverkefni í landinu og það er verklag sem mér líkar ekki.