140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í 1. gr. er hæstv. fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs veitt heimild til að undirrita lánasamning. Þetta eru fjáraukalög í eðli sínu og ættu að vera þar og ættu að heita það. Þessi framkvæmd er í sjálfu sér mjög góð, og ég styð hana sem slíka. En hér er verið að fela ríkisskuldbindingar. Þetta er dæmi um það agaleysi sem er að grípa um sig mjög víða og undarlegt ferli. Ég er á móti þessu ferli og ég er á móti því að menn fari á svig við samgönguáætlun þar sem menn hafa raðað Norðfjarðargöngum fremst. Ég er hræddur við fordæmið sem þetta gefur því að víða er hægt að koma á veggjöldum í einhverju formi. Ég segi nei við þessu.