140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:30]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég segi nei við þessari atkvæðagreiðslu og bendi á það sem margir þingmenn hafa sagt um þjóðhagslega arðbærni verkefnisins. Það kemur einmitt fram í áliti Ríkisábyrgðasjóðs, ef hv. þingmenn sem hér eru að greiða atkvæði nenntu að lesa það álit helsta sérfræðings Alþingis í málinu, að þjóðhagsleg arðbærni verkefnisins er engin, og neikvæð um 1,7 milljarða ef eitthvað er. Þess vegna meðal annars er ekki hægt að segja já við svona framkvæmd en það er dapurlegt að horfa upp á þingheim segja já.