140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

lengd þingfundar.

[15:48]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hæstv. forsætisráðherra hefur kveðið upp þann dóm að hér verði sumarþing. Ég vil beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að hún taki á sig rögg og stýri Alþingi Íslendinga. Það er algerlega ónauðsynlegt að hafa kvöldfund. Það sem menn þurfa hins vegar að gera er að setjast niður og klára þau mál sem hér eru eftir.

Við framsóknarmenn erum reiðubúnir að koma hingað aftur í sumar. Það er ekki vandamálið en ég sé bara ekki hvaða tilgangi það þjónar öðrum en þeim að hæstv. forsætisráðherra vill hafa það þannig án alls rökstuðnings. Við höfum kallað eftir rökstuðningi. Af hverju? Hér á að vera sumarþing en gott og vel, það er algerlega ónauðsynlegt að vera með kvöldfund, frú forseti.