140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

aðgerðir gegn einelti.

[10:50]
Horfa

Guðrún H. Valdimarsdóttir (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. velferðarráðherra fyrir svörin. Það er mikilvægt að fagráðið vinni vel enda er þörfin mikil. Þess vegna vil ég lýsa ánægju minni yfir því að fagráðið sé tekið til starfa. Ég vona að þetta úrræði verði kynnt fyrir foreldrum vegna þess að það er mikilvægt að foreldrar viti hvað er í boði. Foreldrar þolenda eineltis upplifa sig oft mjög einangraða í viðleitni sinni við að fá úrlausn mála fyrir börn sín og því miður er umfjöllun fjölmiðla oft þeirra síðasta hálmstrá. Það þarf stöðugt að huga að regluverki um velferð barna ekki síður en vinnulöggjöf sem snýr að vinnustöðum fullorðna. Börn eiga aðeins eina æsku og aðeins eina grunnskólagöngu og einelti á ekki að líðast.