140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[11:34]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar við spurningum mínum. Það er ljóst að við erum kannski ekki alveg sammála um það hvernig sjóðurinn á að verða til framtíðar. En við hljótum að vera sammála um það að eftir allar þær athugasemdir sem borist hafa hingað til lands um starfsemi sjóðsins sé tímabært að fara yfir þessi mál og láta reyna á það hvernig við sem störfum í þinginu sjáum fyrir okkur framtíð sjóðsins í stað þess að fara í minni háttar breytingar eins og við erum að sjá hér. Við hljótum að vera sammála um þetta atriði.

Mig langar að nota síðustu sekúndurnar mínar hér og þakka hv. þingmanni fyrir að koma inn í þessa umræðu sem ég tel vera mjög mikilvæga og hef ákveðnar áhyggjur af því að nefndin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að ræða málið og vinna það.