140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[14:37]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel að forseti hafi hagað sér nákvæmlega eins og honum ber að gera. Það urðu hér hnippingar um umræðuefnið. Ég heyrði að vísu ekki frá öllum ræðumönnum en frá ýmsum þeirra heyrðist að þessi þjóðgarður væri meira og minna misheppnaður. Heimamenn væru settir út af laginu og allt væri þetta meira og minna í einhverju basli. (Gripið fram í.) Þessi stóri og mikli þjóðgarður, sem okkur ætti öllum að þiggja vænt um, býr auðvitað við ákveðna vaxtarverki sem eðlilegt er eins og til hans er stofnað (Forseti hringir.) og mér sýnist …

(Forseti (RR): Forseti beinir aftur þeim tilmælum til hv. þingmanna að ræða fundarstjórn forseta, þeir ræði ekki um Vatnajökulsþjóðgarð.)

Forseti. Ég er hér að leggja að því rök hvers vegna ég ver framkomu forseta í þessu máli. Ef forseti óskar þess og finnst of mikið gert af því skal ég hætta því. En ég styð sum sé forseta við fundarstjórn sína.