140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[16:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Mig langar til að spyrja hvort einhvers staðar í hinni ítarlegu og vönduðu umfjöllun fjárlaganefndar um málið milli 2. og 3. umr. hafi komið upp sú spurning hvort ástæða væri til að leita álits umhverfis- og samgöngunefndar á stöðu málsins eftir öll þessi nefndarálit og alla þá miklu umræðu sem fram fór um það hér í 2. umr.

Í 2. umr. komu fram raddir, og að ég held beinar óskir, um að málið gengi annaðhvort beint til umhverfis- og samgöngunefndar milli umræðna eða að leitað yrði álits umhverfis- og samgöngunefndar. Mig langar bara að vita hvort þetta kom upp í hugum manna á þeim löngu fundum sem haldnir voru um málið. Og kannski fá upplýsingar um það líka hvenær fundirnir voru haldnir og hvað þeir tóku langan tíma.