140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[18:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Mér finnst að frú forseti eigi að gera athugasemd við það þegar ráðherrar svara ekki eins og í dag þegar hæstv. forsætisráðherra var spurður um hvort hann stæði að baki Seðlabanka Íslands í vaxtaákvörðunum hans. Það kom ekkert svar. Mér finnst að hæstv. ráðherrar eigi að svara þingmönnum.

Svo fékk ég skriflegt svar frá fjármálaráðherra í mars þar sem ég spurði líka um þessi innlán, frú forseti, og þar stendur:

„En þar sem umræddar upplýsingar lúta ekki að opinberu málefni er stofnununum ekki skylt að veita þær. “

Þetta birtist í ársreikningum, þetta birtist víðast hvar og svo birtist þetta í fjölmiðlum en hv. þingmenn fá ekki upplýsingarnar.