140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Göng undir Vaðlaheiði er góð framkvæmd, mjög góð framkvæmd eins og mjög margar aðrar framkvæmdir eru í landinu. En hér er verið að raska ákveðinni röð sem búið var að ákveða. Það er verið að mismuna borgurum landsins og aðferðafræðin er mjög slæm vegna kjördæmapots. Á sama tíma og er verið að loka deildum og segja upp fólki, aðallega kvenfólki, út um allt land fyrir 100 millj. kr., 200 millj. kr. sparnað þá eiga menn allt í einu 8.500 millj. kr. til að setja í göng. (Gripið fram í: ... taka lán til að borga laun.) Það er verið að taka lán til að borga laun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Agaleysi sem af þessu leiðir og lausungin er hættuleg. Það er búið að finna leiðir til að grafa göng inn í ríkissjóð.