140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:14]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þetta verkefni hefur náðst í gegn með samvinnu. Ég held að við ættum að hugleiða það hvort samvinna og samvinnuhugsjónin sé ekki eitthvað sem við eigum að tileinka okkur í meiri mæli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Þetta er einfaldlega, hæstv. forseti, langódýrasta leiðin fyrir ríkið. Það er ótrúlegt að hlusta á hv. þm. Bjarna Benediktsson og formann Sjálfstæðisflokksins segja að þetta feli í sér áhættu fyrir ríkissjóð. Þegar allt kemur til alls (Gripið fram í: Það er það.) er þetta langódýrasta leiðin fyrir ríkissjóð. Jafnvel þótt eitthvað mundi falla á ríkið er það þó betra en að ríkið borgi þetta 100% eftir einhvern árafjölda. (Gripið fram í.) Þetta er alltaf besta og hagkvæmasta lausnin fyrir ríkissjóð.

Virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Ég ætla að óska Norðlendingum innilega til hamingju með þetta og vona að nú sjáist (Forseti hringir.) loksins alvöruatvinnuuppbygging á Bakka við Húsavík.