140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:16]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég segi nei við slæmu fordæmi og því hvernig eitt verkefni á samgönguáætlun er tekið út og sett framar brýnni verkefnum. Ég segi nei við grískri bókhaldsbrellu. Ég segi nei við sniðgöngu laga um ríkisábyrgð. Ég segi nei við hrunvinnubrögðum. Frú forseti. Ég segi nei, nei, nei. (Gripið fram í.)