140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[14:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við skoðanir hv. þingmanns, ég virði það að hv. þingmaður sé ósátt við að hafa ekki meiri upplýsingar til þess að byggja þessa ákvarðanatöku á. Ég tel að ég hafi það, en jafnframt áskil ég mér rétt til að vilja frekari breytingar ef eitthvað það kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina sem sýni hnökra á reglugerðarverki um sparisjóðina.

Ég tel það mikilvægasta í þessu frumvarpi að starfsleyfi sparisjóðanna er takmarkað við viðskiptabankaþjónustu, þ.e. inn- og útlán, þannig (Forseti hringir.) að fjárfestingarbankaþátturinn er tekinn út úr starfsleyfinu.