140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

innheimtulög.

779. mál
[11:19]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur að það virðist oft vera sem skilin á milli nefnda ruglist. Þetta er ótvírætt réttarfarsmál og á því heima í allsherjarnefnd fremur en efnahags- og viðskiptanefnd. Ég tók aftur á móti þátt í afgreiðslu málsins vegna þess hvernig það kom til. Það var raunverulega réttarfarsnefnd sem skrifaði málið og það var sent til umsagnar í allsherjarnefnd. Ég er sammála hv. þingmanni um að það er ekki rétt staðið að þessu miðað við verkaskiptingu nefndanna en aftur á móti tel ég að það hafi sloppið í þetta skipti.

Hins vegar var til umræðu í nefndinni mál sem var um flýtimeðferð mála. Þar komu fram mjög sterkar mótbárur um að málið ætti heima í allsherjarnefnd og var það að lokum sent í þá nefnd, m.a. að tilstuðlan minni.