140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[20:16]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Hér kemur upp breytingartillaga sem hefur verið flutt úr þingsályktunartillögu sem hv. þm. Einar K. Guðfinnsson flutti, tillaga sem alls ekkert erindi á inn í þetta mál þar sem verið er að fjalla um fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs og bregðast við ESA-málum. Það vekur athygli að þessi tillaga er flutt af þingmanninum einum sem væntanlega undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn stendur þar ekki að baki.

Ég get því miður ekki samþykkt þessa tillögu í tengslum við þetta mál. Auðvitað væri mjög gaman að geta farið landsbankaleiðina. Það kostar 40 milljarða beint úr ríkissjóði og þó að menn hafi ýjað að því að fundnar yrðu leiðir til að fjármagna það hef ég ekki séð það með sannfærandi hætti og tel óráðsíu að fara í þessa ráðstöfun í tengslum við þetta mál.