140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[20:25]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Stór hluti þjóðarinnar er andsnúinn Evrópusambandsaðild og hefur ekki áhuga á því að ganga í Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur hins vegar mikinn áhuga á því að ganga í Evrópusambandið þvert gegn þjóðarvilja. Því var lofað áður en haldið var af stað í þessa vegferð að ekki yrði um aðlögunarferli að ræða. Hér erum við að greiða atkvæði um það að þiggja styrki til aðlögunar að Evrópusambandinu og það vekur mikla furðu að fylgjast með því hvernig hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar Vinstri grænna, sem hafa talað um að ekki eigi að fara fram aðlögun að Evrópusambandinu, greiða atkvæði í dag. Maður hlýtur óneitanlega að velta því fyrir sér hvert við séum komin þegar Samfylkingin er á fullu í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og VG á fullu í aðlögunarferli að Samfylkingunni.